Ráðstefna um félagslega hugsun verður haldin á Grand Hótel Reykjavík dagana 2. og 3. október næst komandi og fer fram á ensku. Þátttökugjald er kr. 17.000, kaffi, meðlæti og léttur hádegisverður er innfalið. Boðið verður upp á rólega aðstöðu í hliðarsal í hléum. Bókun og greiðsla fer fram hjá Iceland Travel gegnum  www.greining.is.

Skráningarfrestur er til 29. september kl. 17:00.

Fyrirlesari er Michelle Garcia Winner en hún er talmeinafræðingur frá Bandaríkjunum sem hefur sérhæft sig í þjálfun og kennslu einstaklinga með erfiðleika í félagsfærni. Áhugi hennar á einhverfu leiddi til þess að hún menntaði sig í talmeinafræði. Michelle er frumkvöðull á sínu sviði og þróaði  hugtakið  „Félagsleg  hugsun“  (Social  Thinking®)  um  miðjan  tíunda  áratuginn. Allt frá þeim tíma hefur hún byggt upp og nýtt aðferðir til að efla félagsfærni hjá börnum og fullorðnum. Einnig liggja eftir hana bækur og annað hagnýtt kennsluefni fyrir fagfólk, einstaklinga og foreldra. Michelle kemur hingað til lands til að miðla af þekkingu sinni um þetta viðfangsefni.

Ráðstefnan er ætluð fagfólki, aðstandendum, fólki með erfiðleika í félagsfærni og öðrum þeim sem hafa áhuga á eða starfa með börnum, unglingum eða fullorðnum með frávik í félagsþroska til dæmis vegna einhverfu, ADHD og félagslegra námserfiðleika.

Ráðstefnan er samstarfsverkefni Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, Einhverfusamtakanna, Fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar og Menntasviðs Kópavogs.

Skráning í fullum gangi, fylgist einnig með á  facebook!

Dagskrá