Ákveðið hefur verið að efna til ljósmyndasamkeppni meðal félagsmanna. Á forsíðu heimasíðunnar eru fimm ljósmyndir sem skiptast á að birtast. Áhugi er fyrir því að skipta þessum myndum út og setja í staðinn myndir sem tengjast starfi talmeinafræðinga á einhvern hátt eða eru lýsandi fyrir starf stéttarinnar. Myndefnið getur verið allt milli himins og jarðar!

Valin verða fimm efstu sætin og veitt verða verðlaun fyrir þau. Einstaklingar og hópar geta tekið þátt og engin takmörk eru á fjölda mynda.

Nokkur atriði sem þarf að hafa í huga:

  • Stærð myndarinnar er 1050×150
  • Góð myndgæði
  • Myndirnar mega ekki vera persónugreinandi
  • Ljósmyndir skal senda í tölvupósti á netfangið ljosmyndakeppnifti@gmail.com

Við vonum að félagsmenn taki vel í þessa hugmynd, sendi inn myndir og láti hugmyndaflugið njóta sín!