Félag talmeinafræðinga á Íslandi er meðlimur í alþjóðlegu átaki um tjáskipti sem kallast International Communication Project 2014 (ICP 2014 – www.communication2014.com). Tilgangur átaksins er að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi tjáskipta og hver áhrif tjáskiptavanda geta verið.

Fimmtudaginn 11. september er afmælisdagur Félags talmeinafræðinga á Íslandi. Í tengslum við þann dag og aðalfund sem haldinn verður 13. september var ákveðið að fara af stað með kynningarherferð. Skipuð var nefnd sem samanstendur af Lindu Markúsardóttur, Írisi P. Wigelund og K. Stellu Ingvarsdóttur.

Félagsmenn eru hvattir til að vekja athygli á málefninu á samfélagsmiðlum og taka þátt í að búa til kynningaröldu. Einnig verða fjölmiðlaumfjallanir, greinar og viðtöl, sem vonandi birtast á næstu dögum og vikum.

Frekari upplýsingar um herferðina