Félag talmeinafræðinga á Íslandi heldur aðalfund sinn í hliðarsal Sjálfstæðismanna í Valhöll, Háaleitisbraut 1 (gengið inn um aðalinngang og strax til vinstri), laugardaginn 13. september kl. 9:00 – 16:00.

Dagskrá:
9:00 – 12:00           Aðalfundur
Dagskrá samkvæmt lögum FTT
Önnur mál

12:00 – 13:00          Léttur hádegisverður á staðnum í boði félagsins

13:00 – 16:00          Nýútskrifaðir talmeinafræðingar frá HÍ munu halda stuttar kynningar á
verkefnum sínum

Gott væri ef fólk léti vita um mætingu á Facebook síðunni Félag talmeinafræðinga á Íslandieða með tölvupósti (talmein@talmein.is) til að auðveldara sé að áætla fjölda í hádegisverð.

Mætum öll og eigum góðan dag saman í góðum félagsskap.

Stjórn FTÍ