Föstudaginn 5. september verður alþjóðleg ráðstefna um stam haldin í sal Þjóðminjasafns Íslands. Að ráðstefnunni stendur norrænn rannsóknarhópur um stam (STUREN) og er hún styrkt af Nordforsk og Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Á ráðstefnunni fjalla alþjóðlegir sérfræðingar um mismunandi þætti stams og flausturmælis.   Boðið verður upp á fjölda spennandi fyrirlestra, meðal annars um greiningu og mælingar á stami, taugastarfsemi tengda stami og mismunandi meðferðarleiðir. Ennfremur verður fjallað um heilastarfsemi og stam og áhrif meðferðar við stami á starfsemi heilans. Fyrirlesarar eru heimsþekktir fræðimenn sem hafa áratuga reynslu af því að rannsaka og meðhöndla stam .

Aðgangur er ókeypis og eru félagsmenn hvattir til að skrá sig.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á heimasíðunni http://www.sturen.org og í meðfylgjandi auglýsingu.