Félag talmeinafræðinga á Íslandi er nú formlegur aðili að The International Communication Project 2014. Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á og skapa umræðu um mikilvægi tjáskipta en vitað er að tjáskiptaerfiðleikar hafa mikil áhrif á allt daglegt líf fólks, félagsleg samskipti, menntun og störf.

Á heimasíðu verkefnisins www.communication2014.com er hægt að skrifa undir yfirlýsingu þar sem kemur fram að það að geta tjáð sig séu grunnmannréttindi. Auk þess er hægt að fylgjast með fréttum af átakinu, lesa ýmis konar sögur sem fólk hvaðan af úr heiminum hefur sent inn auk þess sem hægt er að senda inn sína eigin sögu. Við hvetjum félagsmenn okkar til að skrifa undir yfirlýsinguna og kynna sér verkefnið.