Föstudaginn 5. september 2014 verður boðið upp á fyrirlestrarröð á vegum STUREN hópsins sem er samnorrænn samstarfshópur um stam. STUREN stendur fyrir Stuttering Research and Education Network.

Nokkrir af meðlimum hópsins munu þá segja frá því sem er nýjasta nýtt og segja frá sínum rannsóknum á þessu sviði. Þetta er einstakt tækifæri fyrir okkur að heyra og fræðast og ólíklegt að jafnmargir sérfræðingar um stam verði samtímis á Íslandi í nánustu framtíð.

Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu.