Evrópudagur talþjálfunar er 6.mars ár hvert og í ár er þema dagsins: Ólík tungumál, ólík menning, sömu boðskipti (Many languages, many cultures, one communication).
Evrópufélag talmeinafræðinga CPLOL hvetur félög talmeinafræðinga um alla Evrópu að halda upp á daginn á einhvern hátt. Félagsmenn eru hvattir til að bregða út af vananum og láta skjólstæðinga og samstarfsmenn vita af deginum.
Í tilefni af deginum og málefninu mun Félag talmeinafræðinga á Íslandi í samvinnu við Heyrnar- og talmeinastöðina halda málþing um fjöltyngi og fjölmenningu þann 28. mars frá 12-16. Dagskrá málþingsins verður auglýst fljótlega en félagsmenn beðnir um að taka daginn frá. Og af sama tilefni verður Elín Þöll Þórðardóttir með fræðslu fyrir félagsmenn 31. mars. Verið er að vinna að útgáfu bæklings um fjöltyngi sem áætlað er að komi út á svipuðum tíma svo það er margt á döfinni.