Fræðslunefnd FTÍ, Félags talmeinafræðinga á Íslandi, býður upp á vinnufund þar sem kynnt verða nytsamleg smáforrit til að nota við þjálfun með skjólstæðingum.

Sigrún Jóhannsdóttir hjá TMF Tölvumiðstöð ætlar að kynna ýmis smáforrit til þjálfunar fyrir börn með málþroskaröskun og fullorðna málstolssjúklinga.

Einnig ætlar Álfhildur Þorsteinsdóttir að sýna smáforrit sem hún notar í vinnu sinni með börnum með málþroskaraskanir.

Talmeinafræðingar frá Grensásdeild munu hugsanlega (enn óstaðfest) sýna okkur nokkur smáforrit sem notuð eru fyrir málstolssjúklinga.

Bryndís Guðmundsdóttir mun kynna nýja smáfforritið sitt Lærum og leikum með hljóðin. Þetta er eina íslenska smáforritið sem hannað hefur verið fyrir okkar skjólstæðinga. Það nýtist bæði börnum með hljóðkerfisröskun en einnig öllum börnum sem eru að læra hljóðin og stafina.

Fundurinn verður haldinn á Háaleitisbraut 13, húsi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, 4. hæð í salnum.

Hlökkum til að sjá sem flesta og endilega komið með spjaldtölvurnar ykkar og þau forrit sem hafa reynst ykkur vel.

Fræðslunefnd.