Fimmtudagur, 19. september 2013 – 9:45

Fimmtudaginn 26. september verður haldinn kynningarfundur á starfsemi Fræðagarðs og BHM fyrir talmeinafræðinga. Rædd verða réttindi félagsmanna, kjaramál og annað sem tengist talmeinafræðingum. Fundurinn byrjar kl. 17 í húsnæði BHM við Borgartún 6.

Við hvetjum alla til að mæta og kynna sér réttindi sín, t.d. aðstoð í kjarabaráttu og ýmsa styrki.