Aðalfundur Félags talkennara og talmeinafræðinga verður haldinn þann 14. september nk. frá kl.9-16 í sal Sjálfstæðisflokksins á 1. hæð í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Aðalfundarboð, ásamt tillögum að lagabreytingum, hefur verið sent til félagsmanna með pósti.

Dagskrá verður á hefðbundnum nótum, byrjað er á aðalfundarstörfum sem verður lokið fyrir 12:30. Eftir léttan hádegismat sem snæddur verður á staðnum munu nýútskrifaðir talmeinafræðingar frá HÍ halda stuttar kynningar á rannsóknarverkefnum sínum.

Aðalfundur FTT 14. september 2013
Félag talkennara og talmeinafræðinga heldur aðalfund sinn í sal Sjálfstæðismanna í Valhöll, Háaleitisbraut 1, laugardaginn 14. september nk. kl 9:00 – 16:00
Dagskrá:
9:00 – 12:30    Aðalfundur
Dagskrá samkvæmt lögum FTT
Önnur mál

12:30 – 13:30   Léttur hádegisverður á staðnum

13:30 – 16:00  Nýútskrifaðir talmeinafræðingar frá HÍ munu halda stuttar kynningar á verkefnum sínum

Um kvöldið er svo ætlunin að endurtaka leikinn frá því í fyrra og eiga góða kvöldstund saman á aðalfundardegi. Skemmtinefndin hefur tekið frá efri hæðina á veitingastaðnum UNO frá kl.20:00 þar sem við getum borðað, spjallað og skemmt okkur saman.

Gott væri ef fólk myndi láta vita með netpósti ef það ætlar sé að koma á skemmtun um kvöldið svo hægt sé að láta veitingastaðinn vita u.þ.b. hversu fjölmennur hópurinn verður.

Mætum öll og eigum góðan dag saman í góðum félagsskap.

Stjórn FTT

Aðalfundur FTT 14. september 2013