Nú er loks komið að fagnaðinum sem fresta þurfti á degi talþjálfunar í mars. Þar verður fléttað saman skemmtun og fræðslu og munum við byrja á aðhorfa saman á spennandi námskeið sem ASHA gefur út á netinu um notkun spjaldtölva í talþjálfun barna.

Staður: Reykjavík Restaurant (áður Kaffi Reykjavík) Vesturgötu 2, 101 Reykjavík
Stund: Fimmtudaginn 2. maí, kl. 17:00 – 21:00
Fyrirkomulagið verður þannig að við ætlum að byrja á því að horfa saman á námskeiðið sem er um  1 ½ tími að lengd. Eftir það verður tími til að spjalla og skiptast á reynslusögum, auk þess sem við ætlum að borða saman og gleðjast en sérmatseðill með léttum réttum verður á boðstólum. Happadrættisvinningar verða dregnir út á milli atriða og ljóst að einhverjir félagsmenn munu detta í lukkupottinn, ekki missa af því 🙂
Námskeiðið verður í boði félagsins en félagsmenn greiða sjálfir fyrir veitingar.
Nú er tilvalið að mæta og fræðast ásamt því að hitta aðra félagsmenn í notalegu umhverfi á Reykjavík Restaurant (áður Kaffi Reykjavík).
Tilkynnið þátttöku á netfangið talmein@talmein.is
Hlökkum til að sjá sem flesta félagsmenn.
Stjórn og skemmtinefnd FTT