Talfræðingurinn, ársrit Félags talkennara og talmeinafræðinga er kominn út. Að þessu sinni er fjallað um þann skaða sem hávaði í umhverfi barna getur valdið á heyrn þeirra, líðan og þroska. Birtar eru fjölmargar greinar eftir virta fræðimenn, innlenda sem erlenda.
Raddvernd og raddheilsu kennara og nemenda eru gerð sérstök skil í blaðinu, finna má greinar um hljóðvist í skólahúsnæði og bent á margvíslegar lausnir á þeim vanda sem hávaðinn skapar í námsumhverfi barna.

Greinahöfundar eru m.a.:
Valdís Jónsdóttir talmeinafræðingur
Hólmfríður Árnadóttir talmeinafræðingur
Hanna Leifsdóttir leikskólasérkennari
Ólafur Daníelsson hljóðvistarverkfræðingur
Margrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna
Guðmundur Kjerúlf Vinnueftirliti ríkisins
Leena Rantala prófessor, Finnlandi
Eeva Sala prófessor, Finnlandi
Bridget Shield, prófessur og formaður bresku hljóðvistarsamtakanna, Englandi.

Þeim sem óska að kaupa blaðið er bent á að senda póst með nafni og heimilisfangi og kennitölu greiðanda á netfangið talmein@talmein.is. Verðið er 1.500 kr. og verður reikningur sendur í netbanka viðkomandi.