Evrópudagur talþjálfunar er 6.mars ár hvert og í ár er þema dagsins: Málþroskaröskun, lestur og skrift (Specific speech and language impairment, reading – writing).

Evrópufélag talmeinafræðinga CPLOL hvetur félög talmeinafræðinga um alla Evrópu að halda upp á daginn á einhvern hátt, helst með þátttöku sem flestra félagsmanna. Okkur í stjórn FTT langar til að hvetja til samstöðu meðal talkennara og talmeinafræðinga á Íslandi og að allir, sem mögulega geta, haldi daginn hátíðlegan á einhvern hátt t.d. með skreytingum, bjóða upp á konfekt eða veitingar á biðstofunni, halda fyrirlestra á vinnustöðum eða hafa „opið hús“ í vistarverur okkar fyrir samstarfsmenn, skjólstæðinga eða aðra, eða bara eitthvað annað.

 

Stjórnin hefur ákveðið að slagorð dagsins verði „MÁL ER MÁTTUR“ og hefur í samvinnu við Málefli (www.malefli.is) pantað segla með því slagorði. Við viljum gjarnan að allir talmeinafræðingar dreifi seglunum á sínum vinnustað til sinna skjólstæðinga og/eða samstarfsmanna. Fólk þarf þá að nálgast seglana hjá okkur 4.-5. mars. Félagsmenn eru beðnir um að fylgjast með hvar afhending fer fram. Við biðjum félagsmenn úti á landi að hafa samband til að ákveða hvernig hægt verði að koma seglum til þeirra og hversu mörg stk. þeir þurfi.

 

Nemar í talmeinafræði við HÍ eru ennfremur að búa til kynningarmyndband um talmeinafræði sem verður frumsýnt fljótlega.

 

Félagsmenn eru ennfremur hvattir til að fylgjast með umræðum í lokuðum hópi okkar á Fésbókinni.