Frá og með 1.janúar 2013 tók í gildi ný reglugerð um menntun, réttindi og skyldur talmeinafræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi. Reglugerðin var samþykkt af velferðarráðherra  þ. 19. desember en hún barst Félagi talkennara og talmeinafræðinga til umsagnar seint í sumar og í haust. FTT hvetur félagsmenn sína til að kynna sér vel reglugerðina sem má finna á vef Stjórnartíðinda (sjá hér)