Þann 12. og 13. október sl. var haldin áhugaverð ráðstefna um skaðleg áhrif hávaða á námsumhverfi barna sem tileinkuð var Önnu Björk Magnúsdóttur HNE-lækni sem féll frá langt fyrir aldur fram. Nú er hægt að nálgast glærurnar og hlusta á erindin af heimasíðu ráðstefnunar www.rodd.is   Það er upplagt tækifæri fyrir þá sem áttu ekki heimangengt að horfa á staka fyrirlestra.
Ennfremur langar mig að benda ykkur á viðtal sem tekið var við kollega okkar Dr. Valdísi Jónsdóttur í þættinum Samfélagið í nærmynd á Rás 1 þ. 22. nóvember síðastliðinn. Þáttinn og viðtalið má nálgast hér .