Fyrsti félagsfundur vetrarins verður haldinn í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði fimmtudaginn 8. nóvember kl.20:00-22:00. Umræðuefni fundarins verður kjaramál og mun Aðalsteinn Leifsson halda erindi um ýmsa þætti sem viðkoma launaviðræðum. Einnig munu tala fulltrúi frá Talþjálfun Reykjavíkur og nýútskrifaður talmeinafræðingur, Erla Agnes Guðbjörnsdóttir, um þeirra sýn á kjaramál talmeinafræðinga. Við vonumst eftir fjörlegum umræðum og lausnamiðuðu hugarflugi um hvað við getum gert til að bæta okkar stöðu. Stjórnin hvetur alla félagsmenn til að mæta og taka þátt í þessari mikilvægu umræðu.