Tvær meistaravarnir í talmeinafræði fara fram fimmtudaginn 27.sept í Læknagarði, stofu 201. Fyrst ver Kirstín Lára Halldórsdóttir meistaraverkefnið sitt, Breytileiki í stami íslenskra barna á leikskólaaldri, og byrjar hún kl.14:15. Leiðbeinandi hennar er Jóhanna Einarsdóttir.  Á eftir henni, kl.14:45 kemur síðan Gyða Guðmundsdóttir og ver sitt verkefni, Undirstöðuþættir fyrir lestrarfærni leikskólabarna: Þjálfun hljóðkerfis-og málvitundar barna sem grunur leikur á að séu í áhættu fyrir síðari lestrarerfiðleika samkvæmt niðurstöðum HLJÓM-2. Sjá nánar í auglýsingu frá HÍ.
Vörnin er opin öllum og eru áhugasamir talmeinafræðingar hvattir til að mæta.