Í mars var lögð fyrir þingið skýrsla um stöðu barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun. Skýrslan var samin að beiðni menntamálanefndar Alþingis til Mennta- og menningarmálaráðherra. Þetta er fyrsta heildarúttektin sem gerð er á málefnum barna og ungmenna með talog málþroskafrávik á Íslandi. Skýrslan byggir á víðtækri úttekt á opinberum gögnum er varða málaflokkinn og spurningalistum sem lagðir voru fyrir aðila sem tengjast málaflokknum. Helstu niðurstöður voru að ábyrgð á málaflokknum er óskýr og að allir þeir hópar sem koma að málaflokknum (foreldrar og þjónustuaðilar) eru sammála um að bæta þurfi þjónustu við þennan hóp barna og ungmenna. Skýrsluna í heild sinni má lesa hér.