Við minnum á aðalfund FTT sem haldinn verður á laugardaginn kl.9:00 í Valsheimilinu að Hlíðarenda (2. hæð). Eftir hádegi verður fræðsla á vegum fræðslunefndar og má sjá dagskrána hér.

Kl. 13.00- 14.00  CCC (children´s communication checklist) höf. Dorothy Bishop Un-Oxford –Anna Ósk Sigurðardóttir talmeinafræðingsnemi frá Danmörku og Rannveig Rós Ólafsdóttir talmeinafræðingur Skólaskrifstofu Suðurlands.
14:00                     Kaffihlé
Kl 14.15- 15.15   Börn sem ekki ná greiningarviðmiðum á CARS – Hrafnhildur Karlsdóttir sérkennsluráðgjafi leikskóla á Suðurlandi
Kl. 15.15-15.30  Eftirfylgni við börn með málþroskaraskanir – Hólmfríður Árnadóttir talmeinafræðingur á Skólaskrifstofu Suðurlands
Léttur hádegisverður stendur okkur til boða á staðnum fyrir kr. 1000. Vinsamlegast komið með alvöru seðla þar sem ekki er hægt að taka við kortum. 🙂
Um kvöldið höfum við pantað borð á veitingastaðnum Tapas-húsið þar sem borinn verður fram dýrindismatseðill á kr. 5.990 (sjá hér að neðan). Þeir sem ætla að mæta eru beðnir að senda póst sem fyrst á netfangið talmein@talmein.is svo hægt sé að áætla fjöldann.

Matseðill kvöldsins – TÍVOLÍFERÐ 5.990 Kr

TÍGRISRÆKJA…HVÍTLAUKUR, BLAÐLAUKUR, ELDPIPAR
BEIKON DAÐLA…PIPARRÓT, SÍTRÓNA, POPPKORN
——–
NAUTAÞYNNUR & LAUKHRINGIR…BERGMYNTA, VISKÍ, TÓMATUR
“RIBS” HAMBORGARI…OSTUR, FÁFNISGRAS, AGÚRKA
——–
BLÁLANGA…JERUSALEM ÆTIÞISTILAR, BLÓMKÁL, BALSAMIC
LAMBA T-BONE…SVEPPUR, PAPRIKA, MADEIRA
——–
DÖKKT SÚKKULAÐI…KAFFI, RJÓMAOSTUR, MANDLA