FTT vill vekja athygli á því að Velferðarráðuneytið óskar eftir athugasemdum við Drög að heilbrigðisáætlun sem liggja fyrir núna. Allir geta gert athugasemdir við drögin og hefur verið unnið út frá því að hafa sem víðtækast samráð. Var m.a. fulltrúi FTT boðaður á þjóðfund um efnið í mars sl. Félagar FTT eru hvattir til að kynna sér drögin en þau má finna hér.