Næstkomandi fimmtudag, 13.september, mun þýski talmeinafræðingurinn Andreas Starke flytja erindi um aðferðir sínar í starfi með stam. Starke stamar sjálfur og hefur því .víðtæka þekkingu á viðfangsefninu. Hann hefur undanfarin ár unnið að mestu með aðferðir Van Riper og stýrt fjölda hópmeðferða samkvæmt kenningum hans. Ennfremur tók Starke þátt í stofnun þýsku stamsamtakanna, Bundesvereinigung Stottere-Selbsthilfe. Erindið er á vegum Málbjargar, félags um stam, og fer fram í húsnæði Heyrnar-og talmeinastöðvar Íslands að Háaleitisbraut 1 í Reykjavík. Það hefst klukkan 17 og er aðgangur ókeypis.