Eins og þið munið sem voruð á síðasta aðalfundi var ákveðið að færa dagsetningu aðalfundar frá mars til haustsins og halda aðalfund í kringum afmælisdag félagsins 11.september. Búið er að ákveða að halda næsta aðalfund þ. 15. september nk. og félagsmenn mega því taka daginn frá. Ekki er búið að fastsetja stað en áætlað er að fyrir hádegi verði hefðbundin aðalfundarstörf en eftir hádegi fræðsla á vegum fræðslunefndar FTT. Á næsta aðalfundi verða losnar um tvö sæti í stjórn og hvet ég alla félagsmenn að velta því fyrir sér hvort nú sé ekki einmitt tíminn til að bjóða sig fram til starfa fyrir félagið. Framundan eru spennandi tímar og ýmis skemmtileg verkefni í sjónmáli,s.s. áframhaldandi stefnumótun, ofangreind ráðstefna, ný vefsíða og fl.