Þann 23. júní s.l. fór fram útskrift frá Háskóla Íslands. Þá brautskráðust fyrstu nemarnir úr meistaranámi í talmeinafræði við læknadeild Háskóla íslands. Þær heita: Álfhildur E. Þorsteinsdóttir, Ester Sighvatsdóttir, Hildigunnur Kristinsdóttir, Kristlaug Stella Ingvarsdóttir og Tinna Sigurðardóttir. Þær vörðu meistaraverkefni sín í lok maí og sannaðist þá enn og aftur hversu mikil vítamínsprauta námið er fyrir stéttina. Við vörnina voru kynnt verkefni sem spönnuðu vítt svið máls og tals, þar sem viðfangsefnin voru bæði börn og fullorðnir. Gaman var að sjá hversu þverfaglegar meistaranefndirnar voru sem mun án efa auka þekkingu annarra stétta á starfssviði talmeinafræðinga.