Rannsóknarstofa um þroska, mál og læsi vinnur að úttekt á stöðu barna og ungmenna með tal- og málþroskafrávik að beiðni Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Rannsóknin er gerð að frumkvæði Menntamálanefndar Alþingis
Útbúinn hefur verið rafrænn spurningalisti sem ætlað að afla nauðsynlegra upplýsinga um stöðu íslenskra barna og ungmenna með málþroskafrávik og þau úrræði og þjónustu sem þeim bjóðast. Spurt er um þjónustu, ábyrgð og skiptingu fjármagns í hjá ríki annars vegar og sveitarfélögum hins vegar. Þess er vænst að niðurstöðurnar nýtist í stefnumótun um hvernig best verði komið til móts við þarfir þessa hóps í bráð og lengd.
Á Íslandi er áætlað að um 200-500 börn í hverjum árgangi þurfi aðstoð vegna tal-/og eða málþroskafrávika. Afleiðingar þessara erfiðleika geta verið mjög alvarlegar fyrir eintaklinginn og þjóðfélagið. Vandinn lýsir sér í því að á leikskólaaldri lærir barnið ekki orðaforða, málfræði og setningafræði og myndun og notkun hljóða á sama hraða og jafnaldrar. Eins lærir það ekki á sama hátt og jafnaldrar, hvernig á að nota málið sér til framdráttar og til samkipta. Þegar barnið er komið á grunnskólaaldru geta málþroskaerfiðleikar valdið erfiðleikum við að læra lestur og textagerð, sem síðar getur leitt til námserfiðleika, félagslegrar einangrunar og erfiðleika með hegðun. Á unglingsárum getur tal- og/eða málhömlun, valdið erfiðleikum með að ljóka skólanámi, fá vinnu og jafnvel að eingast maka.